top of page

Velkominn! Hér kemstu að því hvað lyftingamennirnir í Strength Cycle Online gera til þess að þróa fullkomna lyftingatækni og sjá stöðugan árangur í lyftingum án meiðsla og óþæginda. Flestir hafa það markmið að vera sterkir yfir lengri tíma.

Hérna getur þú skráð þig...

Skráðu þig inn í æfingakerfið og vertu meðal þeirra sem ná langvarandi árangri án meiðsla og óþæginda!

Meðlimirnir í Strength Cycle Online eru að slá öll persónuleg met!

Samsett mynd.png

Sindri Franz

 

"Ef þú vilt sjá rosalegan árangur og taka lyfturnar á næsta level þá er þjálfun hjá Bjarna málið. Þú ert í rosalega góðum höndum hjá honum. Með einbeitingu á réttu tæknina í lyftunum, þá fylgir styrkurinn með. Ég byrjaði sem einhver sem vissi ekkert hvað ég var að gera yfir í að vera vel fókuseraður í öllum lyftunum og byrjaði að sjá þetta allt öðruvísi. En það hefði ekki verið hægt ef ég hefði ekki fengið góða þjálfun og feedback á öllum lyftunum. Hjá Bjarna er þetta einfalt: It only works if you work it!"

- Sindri Franz

Andri Dagur

"Mæli mjög mikið með þjálfuninni sem Bjarni býður upp á, hef verið hjá honum undanfarna 4 mánuði í gegnum true coach. Myndbands efni á síðunni þar sem farið er yfir tækni fyrir hverja æfingu fyrir sig. Æfingarnar sem ég hef verið að notast við hjá honum eru öðruvísi en þær sem ég þekkti áður fyrr. Æfingarnar hafa reynst vel og hefur tæknin mín orðið betri og hef ég aldrei verið sterkari! Hef aldrei verið eins öruggur í æfingum sem ég átti í erfiðleikum með áður, M.a. Romanian deadlift, Bulgarian Split squat, hnébeygja og axlarpressa svo eitthvað sé nefnt. Mikið svissað á milli neutral - og pronated grip í pressuæfingum og togi sem ég er persónulega mjög hrifinn af. Þægilegt að vera í bandi við Bjarna í gegnum vefinn og á messenger og ekki verra hvað hann er upplýsandi í story með svör við algengum spurningum um, tækni, hvíld, endurheimt, næringu, fæðubót o.fl. Þjálfunin hjá hefur reynst mér mjög vel. Takk fyrir Bjarni."

- Andri Dagur

Brynjar Freyr

"Ég kom til Bjarna með það markmið að styrkja mig vegna verkja í baki og bæta tæknina mína í lyftingum. Ég hef verið að lyfta lóðum í 10 ár og taldi mig vita hvað ég var að gera. Ég hafði rangt fyrir mér. Bjarni sýndi mér hvernig minn líkami vill hreyfa sig og kenndi mér einfaldar en gríðarlega skilvirkar leiðir til að bæta mig. Mér tókst að lyfta þyngdum, sem mig hafði aðeins dreymt um, á mettíma. Á sirka mánuði fór ég úr að rembast við 100 kg í réttstöðu lyftu, yfir í 140 kg verkjalausa lyftu. Núna eftir að hafa fylgt því sem hann prédikar, er ég sterkari sem aldrei fyrr og leiðin aðeins uppávið! Bjarni fær topp meðmæli frá mér!"

 

- Brynjar Freyr

Brot af því sem nokkrir lyftingamenn hjá mér hafa afrekað og stefna á í framtíðinni.

Kristján Páll (K.P.)

Kristján Páll er einn af allra sterkustu mönnunum á landinu og er að keppa meðal þeirra bestu. Þrátt fyrir að vera bara í kringum 100kg, þá á hann 350kg x 2 deadlift, 220kg bekk og 300kg hnébeygju. Hann hefur oft keppt á Sterkasti Maður Íslands og keppti hann á Sterkasta Manni Heims u105kg í Bandaríkjunum í lok síðasta árs þar sem hann lenti í 24. sæti af 50 keppendum.

 

"Áður en ég byrjaði í þjálfun hjá Bjarna þá var ég nýbúinn að slíta hásin og var að fókusa á að keyra upp bekkinn fyrir íslandsmet í -110kg flokki. Ég spurði hann endalaust um hvernig ég ætti að gera þetta og var þannig óbeint í þjálfun hjá honum á þessum tíma. Ég náði þægilegum 220kg bekk með slatta inni, nóg fyrir íslandsmeti ef keppninni hefði ekki slegið af útaf Covid. Í janúar 2022 byrjaði ég að geta æft deddið aftur í fyrsta skipti eftir meiðslin og bað ég þá Bjarna um að þjálfa mig. Ég hef verið hjá honum síðan. Við bættum deddið alveg helling, úr 320kg í 350kg x 2 og beygjuna úr 240kg í 300kg. Hann hefur komið mér núna á "Sterkasta Mann Heims" í -105kg flokki, næst sterkasti flokkurinn á eftir opna flokknum og hef ég fulla trú um að hann muni koma mér þangað líka"

- Kristján Páll (K.P.)

Kristján að dedda 340kg.jpg

Keppandi á Sterkasti Maður Heims u105kg 2023
 

Benedikt Björnsson (Benni)

4x íslandsmeistari í kraftlyftingum
 

Benni er margfaldur íslandsmeistari í kraftlyftingum og er meðal annars keppt á 1 Heimsmeistaramóti og 2 Evrópumótum. Stefnan hjá okkur núna er að brjóta slatta af íslandsmetum í nóvember og byggja upp fyrir Evrópu- og Heimsmeistaramót á næsta ári sem verða á Spáni og Suður Afríku.

 

"Ég leitaði til Bjarna svo ég gæti unnið betur í tækninni og náð betri árangri í kraftlyftingum. Frá því að ég byrjaði hjá honum hafa þyngdirnar heldur betur farið upp og tæknin orðin mikið betri. Hann er snillingur í því að prógramma og býr yfir mikilli þekkingu varðandi lyftingar og er alltaf til staðar þegar maður þarf á að halda. Hann hugsar í lausnum, er fljótur að svara og kemur með góð svör. Hann er mjög áhugasamur í því sem hann er að gera og svakalega duglegur að afla sér nýrra upplýsinga."

- Benedikt Björnsson (Benni)

Mynd af Benna á HM.jpg

Símon Pétur

Símon er svakalega sterkur einstaklingur en hefur því miður ekki getað náð eins langt og hann ætti að geta útaf hnémeiðslum. Núna hafa hlutirnir snúist við og er stefnan sett á Sterkasta Mann Íslands á næsta ári og fara svo með hann til Spánar að keppa á Arnold European Strongman Championships eftir sumarið.

"Síðastliðin 6 ár hef ég verið að glíma við mikla verki í hné og alltaf sagt við mig að ekkert sé hægt að gera. Ég er búin að tala við helling af þjálfurum, læknum, sjúkraþjálfurum, fagaðilum sem að sérhæfa sig í hinu og þessu, fara í aðgerð á hné og ekkert batnaði. Ég átti bara að lifa með verkjunum og helst sleppa því að lyfta.

Ég byrjaði nýlega að æfa upp í Thors power gym og þá var mér bent á Bjarna. Ég var ekki vongóður þar sem að mér fannst ég búin að reyna allt. Þegar ég mæti í fyrsta tímann og útskýri fyrir honum stöðuna, og að ég hafi ekki getað beygt eða tekið deadlift í mörg ár vegna verkja þá fer hann beint í að skoða hvernig ég beiti mér og láta mig gera allskonar nýtt. Við tókum hnébeygjur á fyrstu æfingunni og alveg verkjalausar, ég átti erfitt með að trúa því sjálfur og hélt þetta hefði bara hitt á góðan dag hjá mér en í dag mörgum vikum seinna er ég miklu sterkari, styrkist hratt og verkjalaus.

Og ég nefndi það við hann að mig hafi í mörg ár langað til þess að keppa í aflraunum og kraftlyftingum en hélt að ég gæti það ekki. En tókum síðan okkar fyrsta aflraunamót í sumar, tókum annað sæti þar og stefnan sett á kraftlyftingamót í desember. Loksins spenntur fyrir framhaldinu, fleiri mót á dagskrá og langt frá því að vera hættir.

Ég er ótrúlega ánægður með Bjarna og þakklátur honum hversu mikið hann hefur hjálpað mér. Hann er ótrúlega efnilegur og klár þjálfari. Algjör fagmaður, góður í samskiptum og gerir allt í sínu valdi og leggur sig virkilega fram við að hjálpa hverjum og einum eins ítarlega og hann getur."

IMG_9993.jpg

250kg hnébeygja (í hólkum), 310kg réttstaða og 200kg bekkur
 

Axel Indriði

Axel er einn af mínum sterkustu lyftingamönnum. 330kg deadlift, tæplega 200kg bekkpressa og er alhliða rosalega sterkur einstaklingur. Hann kom til mín upprunalega útaf langvarandi bakvandamálum sem héldu virkilega aftur af honum, en hann hafði bara verið að taka um 200kg í deddinu undanfarin ár útaf stöðugum verkjum. Núna er stefnan sett á Sterkasti Maður Íslands!

 

"Ef þú ert að leita af manni sem virkilega sýnir metnað á sýnu sviði þá er varla hægt að finna flottari mann en Bjarna Virkilega no bullshit gaur og segir hlutina eins og þeir eru og hvað þú þarft að gera ef þú villt sjá árangur, oftar en ekki erfitt að fá blauta tusku í andlitið en þannig virkar þetta. Ef samskiptin eru góð á milli þá sníður hann prógrammið eftir þínum þörfum og vinnur á þeim hömlum sem eru ekki að leifa þér að verða besta eintak af sjálfum þér, og meina þá ef það er eitthvað sem bjátar á ekki bara að æfingin er þér erfið líka sem dæmi, ég svaf illa þessa helgi, næring ekki búin að vera uppá 10, persónuleg vandamál sem erunað valda vanlíðan eða streitu, þetta allt skipti máli og setja þarf egoið til hliðar svo hægt sé að sjá árangur. Ég kynntist Bjarna núna fyrir 2árum eftir ótal mörg meiðsli og var við að hætta öllum þessum lyftingum. Sá Facebook póst um að hann óskaði eftir mönnum á öllum aldri til þess að hefja samstarf með. Ýtti ég á þann link og sendi honum skilaboð Sama kvöld fæ ég svar og byrjuðum þar að spjalla saman. Var ég mjög hikandi fyrst og lét þetta meltast í smá tíma. Efir þann tíma sendir Bjarni á mig á fyrra bragði og bauð mér að hitta sig á 1 æfingu, og kom mikið af veikleikum, tæknivillum og fleiru fram á sjónarsviðið Þar byrjaði boltinn að rúlla Virkilega þægilegur í samræðum, opinn og áhugasamur þjálfari sem gerir allt sitt besta í að gera þig að besta eintaki af sjálfum þér! "

- Axel Indriði

2022-11-15-08-42-32-342.jpg

Eggert Gunnarsson

Eggert er virkilega öflugur og overall rosalega complete kraftlyftingamaður! Hann hefur 2x keppt á Norðurlandamóti í kraftlyftingum (Finnlandi og Svíþjóð). Við höfum núna verið í off-season í tæplega ár þar sem að markmiðið er bara að fókusa á veikleika til þess að geta slegið risastór met við næsta tækifæri. Ég trúi því að Eggert muni dedda 300kg á næstu árum.

 

"Ég kyntinst Bjarna fyrst árið 2018 í kraftliftingar gymmi í Keflavík. Þá var ég algjör byrjandi í kraftliftingum en hafði verið að lifta í nokkur ár. Mér fannst ég samt vita mikið um lyftingar og þjálfun en ég sá strax að Bjarni var kominn mjög langt í pælingum varðandi þá hluti strax á þeim tíma. Ég var á prógrami hjá öðrum góðum þjálfara þá en þar sem ég var byrjandi þá gat ég næstum gert hvað sem er til þess að verða sterkari, gat t.d æft sex sinnum í viku og keyrt mig út á hverri æfinu og orðið sterkari. Árið 2022 var ég buinn að æfa kraftliftingar í 4 ár en hafði aðeins staðnað í svoldin tíma. Þá ákvað ég að fara í þjálfun hjá Bjarna. Við byrjuðum á að hittast og fara yfir hver okkar markmið yrðu og skoða kvaða veikleika og styrkleika ég hafði. Hann fór ofan í öll „smáatriði“ með mér sem þurftu að vera í lagi og svo settum við upp skýrt plan og byrjuðum frá grunni. Við ákváðum að hafa það þannig að ég myndi æfa 4 sinnum í viku en ekki 6 sinnum til þessa að fá meiri endurheimt á milli æfinga sem mörgum mindi finnast skrýtið en það var einmitt það sem ég þurfti. Það kom í ljós að ég þurfti að laga nokkur atriði hjá mér í minni tækni í lyftingum og annað og það skilaði mér hrikalega langt á mjög stuttum tíma. Samt sem áður er þjálfunin þannig að maður heldur áfram að bæta sig yfir lengri tíma í staðinn fyrir að keyra sig út og lenda á vegg og vera fastur þar. Í rauninni fanst mér ótrúlegt en satt að álagið varð minna á mér á æfingum (þó að sumar æfingar eru mjög krefjandi)  heldur enn áður en samt bætti ég mig allveg hellin og er enn að gera. Prógrömin eru þannig að þaug eru hönnuð eftir þörfum hvers og eins og þar er tekið með inní álag fyrir utan æfingar sem er mikilvægt svo að maður lendi ekki á vegg. Hef nú verið í þjálfun hjá Bjarna í eitt og hálft ár en hef enþá ekkert staðnað að neinu ráði sem er í rauninni magnað. Það er ekkert sem Bjarni setur inn í prógram svona af því bara heldur er allt út pælt eftir þýnum þörfum og markmiðum, og hann getur alltaf útskýrt fyrir þér af hverju hlutirnir eru settir upp eins og þeir eru, en hann er samt alltaf tilbúinn að hlusta á þínar skoðanir ef þér fynst einhvað ekki vera að virka. Það er magnað hversu miklu „knowledgei“ Bjarni býr yfir varðandi lyftingar, þjálfun og einnig næringu, og hann ar alltaf tilbúinn að gefa manni tips og segja manni til. Bjarni hugsar vel umm sína lyftingarmenn og við vinnum vel  saman eins og lið. Ég er orðin miklu sterkari og þróaðari lyftingarmaður efti að ég byrjaði og hef öðlast enn meiri skilning á lyftingum og þjálfun sem gerir mér einnig kleift að taka ákvarðanir sjálfur. Tölurnar mínar hafa hækkað hrikalega í þjálfuninni hjá Bjarna og ég er allveg pottþéttur á því að þær haldi áfram að hækka með tímanum. Í rauninni er eins og ég sé búinn að „levela“ upp um nokkur þrepp sem lyftingarmaður. Gæti í alvörunni ekki mælt meira með þessari þjálfun hvort sem þú ert byrjandi eða lengrakominn í lyftingum."

- Eggert Gunnarsson

Róbert Ingi

Róbert er með titilinn Kraftavíkingurinn u105kg 2023, Sterkasti Nýliðinn 105kg 2023 og nældi sér í 3. sætið á Sterkasti Maður Íslands u105kg 2022.

"Ég og Bjarni eru búnir að vinna saman í 3 ár, en mikið er búið að breytast síðan þá! Lyftingatæknin mín varð mikið betri í öllum lyftum og allar tölur fóru á flug! Þegar Bjarni byrjaði að þjálfa mig voru einungis 10 vikur í kraftlyftingamót hjá mér, en á þessum litlar tíma náði ég að bæta mig um 85kg í samanlögðu. Ég hef einnig keppt mörgum sinnum í Strongman og með mjög góðum árangri með Bjarna sem þjálfara.

Mobility hjá mér er búið að bætast rosalega síðustu ár og ásamt því að hafa ekki lent í neinum meiðslum. Ef það eru einhver tímabundin óþægindi sem poppa upp, þá eru þau alltaf sett strax í forgang og við vinnum í kringum þau þannig að ég verði 100% heill sem allra fyrst. Það er mér rosalega mikilvægt þar sem ég get þá keppt oftar!"

- Róbert Ingi

Screenshot_20230827_230855_Instagram_edi

Kamil Potrykus

Kamil er örugglega sterkasti 16 ára einstaklingurinn á landinu. Markmiðið okkar er núna að keppa á íslandsmóti 4. maí þar sem hann ætlar að hirða öll íslandsmetin sem eru í boði í hans flokki!

IMG_9301.jpg

Við sjáum til þess að þú sért að gera réttu hlutina strax frá upphafi svo að þú sért að eyða sem minnstum tíma, sleppir við meiðsli og sjáir sem mestan árangur!

En er Strength Cycle Online fyrir mig?

Góð spurning... yfirleitt sný ég spurningunni við.

"Ert þú rétti einstaklingurinn fyrir æfingakerfið?"

Vegna þess að Strength Cycle Online er alls ekki fyrir hvern sem er...

Kæri metnaðarfulli lyftingamaður,

Ef þú ert kominn með góðan grunn í lyftingum og ert að sjá góðan árangur, en þig langar að taka þig á næsta level og ná ákjósanlegum árangri….. þá gæti Strength Cycle Online verið fyrir þig!

The Strength Cycle gæti einnig verið fyrir þig ef þú:

  • Hefur staðnað eða ert að sjá verulega hægan árangur.
  • Ert á byrjunarreit og veist ekki hvernig á að byrja.
  • Veist ekki hvernig þú átt að sinna þínu eigin æfingakerfi og útrýma veikleikum.
  • Ert reglulega að lenda í meiðslum eða þróa með þér óþægindi sem hindra þig í lyftingum og/eða hafa áhrif á þitt daglegt líf.
  • Veist ekki hvernig þú átt að sinna þínu eigin æfingakerfi og útrýma veikleikum.
  • Hefur virkilega góðan grunn og hefur mikla þekkingu, en þig vantar hjálp með að halda utan um æfingarnar þínar, flýta fyrir hlutunum, þróa lyftingatæknina þína og sjá til þess að það sé verið að útrýma veikleikum hjá þér.
  • Ert á réttri leið og hlutirnir er að gerast, en þú veist að hlutirnir geta gerst hraðar og þig langar að eyða sem allra minnstum tíma.
  • Vilt "budget friendly" leið til þess að vinna með mér og ná betri árangri en þú hefur nokkurn tímann séð áður.

The Strength Cycle Online var hannað sérstaklega (og eingöngu) fyrir metnaðarfulla lyftingamenn sem vilja ná almennilegum árangri, öðlast þekkingu í kringum lyftingar, vita hvað virkar og hvað virkar ekki, geta hreyft sig án óþæginda og meisla, og vilja nota lyftingarnar til þess að bæta árangur í öðrum íþróttum, starfi eða bara lifa betra lífi.

 

Í prógramminu munt þú hafa allt til þess að koma þér á næsta level í lyftingum og halda óstöðvandi áfram að byggja upp.

Í grúppunni okkar munt þú einnig kynnast og tengjast öðrum einstaklingum sem hafa nákvæmlega sömu markmið og þú, sem munu gefa þér innblástur og láta þig vilja verða stöðugt betri með tímanum.

Sumir sem hafa byrjað í þessum þjálfunarpakka hafa endað með að keppa á mótum og farið með í keppnisferðalög með liðinu okkar.

Þú munt læra margt í Strength Cycle Online

Þetta er ekki einungis þjálfun, en þú munt einnig læra helling af hlutum sem munu hjálpa þér í lyftingum og daglegu lífi.

Það eru nokkur lykilatriði sem við munum fókusa á, meðal annars:

  • Hvað virkar og hvað virkar ekki.

  • Hvernig á að forðast meiðsli og óþægindi.

  • Hvernig á að ná því besta úr lyftingatækninni þinni.

  • Hvernig á að ná árangri yfir lengri tíma en ekki bara næstu mánuðina.

  • Allskonar frammistöðu bætandi tips sem tengjast svefni og næringu sem munu hjálpa þér að komast á næsta level.

Skráðu þig núna!

Ég og Layne Norton_edited.jpg

Hæ, ég heiti Bjarni...

Ég er styrktarþjálfari ásamt því að vera "Sterkasti Maður Íslands u105kg" 2022 og "Kraftavíkingurinn u105kg" 2022.

 

Ég sérhæfi mig í lyftingatækni og að gera einstaklinga sterka, en ég þjálfa allt frá venjulegum einstaklingum sem vilja bara vera sterkir og lifa meiðslafríu lífi, og yfir í Evrópu- og Heimsmeistaramótsfara í kraftlyftingum og keppanda á Sterkasti Maður Heims u105kg.

 

Ég byggi alla mína þjálfun í kringum 3 lyftur, en þessar lyftur eru hnébeygja, bekkpressa og réttstaða.

Frá upphafi hef ég leitast að því að gera hlutina sem best og afla mér upplýsinga frá bestu styrktarþjálfurum og lyftingamönnum heims.

Ég hef (og geri enn) eytt ótal miklum tíma í að læra af þessum einstaklingum, bæði í persónu og með því að eyða mörgum klukkutímum á dag í að horfa á allskonar fræðslumyndbönd, námskeið, mastera prógrammsaðferðir o.fl, og er ég stöðugt að að eltast við fullkomnun og finna leiðir til þess að gera hlutina betur!

Mín þjálfun er byggð á öllu því sem ég hef lært af bestu náungunum í bransanum og hef ég púslað því saman sem mér hefur fundist virka best og meika mestan sense. En ég reyni ég alltaf að hafa hlutina eins einfalda og áhrifaríka og hægt er.

Ég er stöðugt að eltast við að læra sem mest, og stór partur af því er að umkringja mig með einstaklingum sem geta tekið mig á hærra level í öllu sem ég geri. 

Þegar ég var einungis búinn að æfa í rúmlega 1 ár þá sótti ég mitt fyrsta námskeið í Thor's PowerGym, en það var með Sebastian Oreb (Australian Strength Coach), Stefáni Sölva og Hafþóri Júlíusi.

Ekkert svo löngu síðar fór ég á námskeið með Stan Efferding, en hann hefur verið næringarfræðingur/frammistöðuþjálfari Haffa í langan tíma og hefur hann hjálpað mörgum af sterkustu mönnum heims, keppendum á Crossfit games og marga aðra í að taka sína frammistöðu á allt annað level. En hann er einnig sjálfur fyrrum margfaldur heimsmethafi í kraftlyftingum.

Árið 2018 endaði með námskeiði upp í Thor's PowerGym með "The Godfather of Powerlifting", Boris Sheiko, en hann er örugglega sigursælasti kraftlyftingaþjálfari allra tíma, og með Kirill Sarychev. En Kirill er fyrrum heimsmethafi í bekkpressu (335kg) og einn besti kraftlyftingamaður allra tíma.

 

Ég æfi og þjálfa upp í Thor's PowerGym þar sem ég er reglulega í kringum sterkustu menn landsins og suma á heimsklassa leveli, en það hefur verið algjörlega ómetanlegt bæði fyrir mig sem lyftingamann og þjálfara! 

 

Ég hef kynnst ótalmörgum mögnuðum lyftingamönnum og þjálfurum frá því að ég byrjaði að lyfta/þjálfa, hef verið fenginn til að aðstoða við stærsta kraftlyftingamót sem hefur verið haldið hérna á Íslandi, spottað Kirill Sarychev taka 300kg bekkpressu, orðið vitni að rosalegum lyftum, og þjálfað/aðstoðað marga af sterkustu mönnum landsins.

Ég og Efferding.jpg
Bas, Haffi og ég.jpg
20181215_174137[526]_edited.jpg

Stan Efferding

Sebastian Oreb og Hafþór Júlíus

 

Kirill Sarychev

Einnig má nefna: Boris Sheiko, Stefán Sölva og Dietmar Wolf

"Besti hnévefjari landsins!" - Tómas Darri

Ég að vefja Kristján Sindra.JPG

Kristján Sindri Níelsson

- 3. sæti í "Sterkasti Maður Íslands" 2021

Ég að vefja Tomma.jpg

Tómas Darri Þorsteinsson

- Margfaldur Íslandsmeistari í kraftlyftingum og 3. sæti í "Sterkasti Maður á Íslandi" 2021

IMG_1135.jpg
IMG_9473.jpg
IMG_0709_edited.jpg
Ég að vefja André Bachmann.JPG

André Backhmann

- 3. sæti í "Sterkasti Maður á Íslandi" 2018

IMG_0126.jpg
Ég og forseti IPF_edited.jpg
IMG_6028.jpeg

Ég og Gaston Parage (Forseti IPF)

Ég er nú þegar byrjaður að taka við skráningum.
 
Ert þú einstaklingurinn sem ég ætti að taka inn næst?

Skráðu þig núna!

THE STRENGTH CYCLE ER EKKI FYRIR ÞIG EF:

  • Þú vilt fjölbreyttar og ólíkar æfingar í hverri viku.

  • Þú hefur ekki mikinn áhuga á hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu.

  • Þú vilt ekki styrkja þig.

  • Þú vilt ekki fullkomna lyftingatæknina þína.

  • Þú ferð ekki eftir fyrirmælum og leggur þig ekki fram.

  • Þú ert óþolinmóð/ur og vilt ekki taka skref til baka ef þess þarf til þess að ná árangri.

  • Þú vilt ekki leggja niður grunnvinnuna sem þarf til þess að ná árangri.

THE STRENGTH CYCLE ER FYRIR ÞIG EF:

  • Þú vilt styrkja þig og fullkomna lyftingatæknina þína.

  • Þú vilt gera það sem þarf til þess að ná árangri.

  • Árangur er mikilvægari en fjölbreytni og skemmtun.

  • Þú hefur staðnað og vilt geta haldið stöðugt áfram að styrkja þig.

  • Þú vilt fyrirbyggja / losa þig við meiðsli eða óþægindi.

  • Þú vilt byggja upp líkamann í fullkomnum hlutföllum til þess að líta vel út, hjálpa þér í lyftingum og vernda liðamót.

FLESTIR EINSTAKLINGAR "FARA Í RÆKTINA"

Það er munur á að "Fara í ræktina" og að "Æfa".

 

Hinn týpíski einstaklingur mætir bara í ræktina og gerir bara eitthvað.

Hitar lítið sem ekkert upp, setur eins mikið og hann getur á stöngina, gefur skít í lyftingatækni og rembist dag eftir dag að lyfta stönginni upp. Eða viðkomandi dúllar sér bara og gerir alltaf eitthvað nýtt í hvert skipti sem hann mætir.

Viðkomandi hefur ekki skýrt markmið og stendur á nákvæmlega sama stað dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð.

Svo eru sumir sem gera betur, reyna að framkvæma lyfturnar eins vel og þeir geta, reyna að bæta sig í hverri viku og verða betri... en þeir staðna þegar þeir komast í meiri þyngdir og verkir hér og þar um líkamann eru byrjaðir að hafa gríðarleg áhrif á árangurinn.

Eða kannski er honum bara að ganga ágætlega, en hann veit að hann á að sjá hraðari árangur. Lyftingatækni og prógrammsaðferðirnar eru takmarkandi þátturinn þegar það kemur að bætingum hjá sér, og hann veit að ef hann myndi þróa tæknina og notast við öflugar prógrammsaðferðir þá myndir hann ekki einungis sjá bætingar hraðar, heldur einnig myndi hann minnka líkurnar alveg gríðarlega á meiðslum og fá mikið meira útúr æfingunum.

VIÐ VILJUM FARA Á ÆFINGU!

Eitthvað meira en bara að "fara í ræktina".

Við viljum æfa fyrir eitthvað skýrt markmið, hafa hreina og beina leið að því markmiði og vinna okkur nær því með hverjum deginum.

Við viljum vera meiðslafríir og geta bætt okkur yfir lengri tíma til þess að sjá sem bestan árangur. Ekki bara í nokkur ár og aldrei sjá hversu sterkur þú gætir í raun orðið, eins og flestir lenda í.

Til þess að gera það þá þurfum við að forgangsraða tvo mikilvægustu hlutina….

Lyftingatækni og rétt þyngdarval.

Það þýðir ekki bara að maxa í hvert skipti og lyfta bara einhvern veginn.

Það er einmitt bara uppskrift af meiðslum og litlum sem engum bætingum.

Við viljum ekki þurfa að taka langar pásur eða standa stanslaust í stað útaf lélegri lyftingatækni, röngu þyngdarvali og/eða meiðslum.

Við viljum geta bætt smátt og smátt á stöngina yfir lengri tíma, haldið okkur heilbrigðum og séð alvöru bætingar milli ára.

Við viljum geta haldið í árangurinn sem við unnum hörðum höndum við að ná, og geta byggt ofan á hann.

Við viljum ekki vera sterkir í 12 mánuði.

Við viljum vera sterkir í 5, 10, 20, 40+ ár og bætt okkur með árunum.

Við viljum geta hreyft okkur eins og líkamanum okkar er ætlað að gera, án meiðsla og óþæginda, og geta haldið áfram að rífa í stálið og gert aðra skemmtilega hluti þegar við verðum eldri.

Þú verður ekki sterkur með því að vilja hlutina NÚNA, gefa skít í tæknina hjá þér og maxa reglulega. Þú byggir styrk með því að halda þér meiðslafríum yfir lengri tíma, því einungis þannig færðu möguleikann á að byggja upp eitthvað almennilegt.

En innifalið í því að halda þér meiðslafríum eru tveir lykilhlutir…. Lyftingatækni og rétt þyngdarval.

Langflestir vilja hlutina NÚNA, hugsa ekki um mikilvægustu hlutina eins og lyftingatækni og rétt þyngdarval, og lenda þannig í meiðslum og þurfa að hætta ungir að lyfta, eða eru stanslaust að þróa með sér mikil óþægindi og meiðsli sem halda þeim stöðugt á sama stað og gerir lífið þeirra erfiðara.

 

Hversu marga þekkirðu sem eru 30 ára+ og hafa verið að lyfta í a.m.k. 10 ár og hafa getað bætt sig án hindrana? 

Örugglega ekki svo marga...

Jafnvel 20 ára…. 25 ára…. það eru alltof margir sem ná ekki ákjósanlegum árangri útaf þessum basic hlutum sem allir ættu að setja í forgang!

"After multiple spinal disc herniations I was unable to live an active lifestyle that I used to enjoy. I had met physiotherapists, a few different fitness coaches and mentors who didn’t seem to “speak the same language” with me to get me through the rehabilitation with results. It was almost like nobody understood my problem inside my spine, the bigger picture that was under going due to the herniations. Doctors were saying one thing and coaches the other. I had also tried to figure things out by myself which had lead to more severe complications till the point a doctor recommended me to stop going to the gym for good, and consider a surgery. It felt unbelievably frustrating to have a chronic back pain so bad I occasionally needed a wheelchair to be able to move, and I didn’t even have a solution to fix the problem. My chiropractor recommended Bjarni to me after a bad episode of back pain at the end of 2022. This episode was actually the last one on my constantly renewing chronic problem with nerve pain. Already on the first meeting (and even before the meeting) Bjarni wanted to know everything that had happened to me with my back. How it had progressed, where and how I felt the pain. All the important details. He put me through different tests, consulted my chiropractor and reviewed my medical history to better understand what we were dealing with and how we should approach it. For the first time I really felt like somebody was truly listening and wanted to figure out what was going on. Bjarni tailored everything individually to meet my specific rehabilitation needs. He clearly put a lot of time into designing the sessions which were full of variety, detailed techniques to target the problems and also fun. Bjarni challenged me within my injury capabilities but made sure there was no risk of damage to my back. He had a thorough understanding of how the body works and I of course managed to work up a sweat each time. I left the gym feeling exhilarated every time. Something unique for Bjarni is how much knowledge he has and also how well he is able to teach this knowledge to you while working out. He makes sure you both have a clear goal in the horizon with full understanding how to get there. The professionalism and passion for what he does is second to none. Thanks to him my rehabilitation has improved my health significantly. I am able to live an active lifestyle again, I am almost completely pain free (as for everything there will be minor bad days too), and most of all - I have not felt nerve pain nor have I lost the ability to walk because of pain. Which is an incredible achievement. ON TOP of all this I have started to see a change in my physique but also I am constantly achieving new personal records at the gym, which is something I thought I would never be able to reach anymore. I think I haven’t ever been more excited about working out, and it’s all thanks to Bjarni. I am forever thankful for Bjarni but also to my chiropractor for recommending him. He truly did change the direction for my life."

- Waltteri Härkönen

150kg PB eftir samstarf í nokkra mánuði. Tók stöng var óþægileg fyrir nokkrum mánuðum síðan.

140kg PB @ 84kg Bodyweight

"Eftir að hafa fengið brjósklos í baki árið 2020 datt ég út úr öllum æfingum í um það bil eitt ár. Eftir að hafa svo farið rólega af stað og æft í tvö ár var ég búinn að sætta mig við að hafa alltaf einhverja verki og ekki getað æft af neinu viti. Ég var einnig reglulega með verki í öxlum, viðvarandi tennisolnboga og slæmur í öðru hnénu. Allt þetta var þess valdandi að neistinn til þess að mæta og lyfta var farinn. Það var svo í júní 2023 sem ég hafði samband við Bjarna eftir að hafa fylgst með honum í nokkrar vikur. Það sem vakti athygli mína á honum var að hann talaði um að geta æft meiðslalaust. Það var alveg nýtt fyrir mér og mjög freistandi. Við fórum vel yfir mína sögu og ég byrjaði svo fljótlega hjá honum. Hann var óhræddur við að setja mig í allar æfingar en stýrði mér skref fyrir skref þannig að með réttri líkamsbeitingu og réttri framkvæmd gat ég gert allar þær æfingar sem ég hafði ekki treyst mér í áður. Hann lætur mig gera æfingar sem styrkja vöðva sem ég vissi ekki að væri til. Vöðva sem styðja við stóru vöðvana og búa til stöðuleika sem býr til styrk og getu til að framkvæma þær æfingar sem mig langar til að framkvæma. Í dag er ég að nálgast mínar þyngstu lyftur og ég sé fram á að bæta við þær án þess að vera verkjaður. Ég finn að ég er í öruggum höndum hjá Bjarna og áhuginn á lyftingum er svo sannarlega kominn aftur."

- Trausti Traustason

170kg x 5 Beltislaus.

Þetta er einungis eftir rúmlega 1,5 mánuð saman, en við byrjuðum strax að dedda.

110kg x 3

Engin axlavandamál eða neitt. Byrjuðum á fyrstu æfingu að bekka og overhead pressa eins og ekkert væri.

"Í Júni 2020 var ég búinn að vera með stanslausa verki í bakinu í hálft ár. Endalausir verkir sem urðu til þess að ég gat ekki einu sinni lyft 100kg af golfinu og varla 60kg. Ég gat ekki keyrt í klukkutíma í einu án þess að nánast það tæki mig hálftíma að standa upp úr bílnum og byrja að ganga eðlilega. En með hjálp Bjarna og heimsóknum til hnykjara þá hefur bakið á mér aldrei verið sterkara... í dag tók ég gott deadlift session með upphækkun og án beltis, og ákvað ég eftir á að kanna hvernig tilfiningin fyrir 180kg væri með þreytt bak. Easy as fuck! Fyrsta myndbandið er ég að skíta á mig með 60kg, og seinna myndbandið er 10 mánuðum síðar þar sem ég tók 180kg x 2 hlæjandi."

 

- Hilmar Þór

ÞAÐ SEM ÞÚ FÆRÐ Í POWER PRÓGRAMMINU

Um leið og þú skráir þig færðu aðgang að "The Strength Cycle Manual" sem er handbók sem inniheldur allar þær upplýsingar sem þú þarft á að halda. Ég mun einnig adda þér inn í appið sem við munum nota til þess að færa þér æfingakerfið og mun það halda utan um öll lyftingamyndböndin þín og árangur.

 

En aukalega þá má t.d. nefna:

  • "Feedback" af öllum lyftingamyndböndum sem þú sendir inn í grúppuna okkar.

  • Aðgangur að lokaðri Facebook Grúppu.

  • Aðstoð í gegnum Messenger

  • Hittingar í persónu sirka 2x í mánuði.

ÆFINGAKERFIÐ

Æfingakerfið er byggt í kringum sömu aðferðir og ég nota á keppnisstrákana mína í kraftlyftingum, en þetta eru aðferðir sem ég nota á alla. Sama þó að það sé heimavinandi húsmóðir eða heimsmeistaramótsfari í kraftlyftingum. Ég er ekki að spara bestu aðferðirnar og tæknina fyrir keppnisstrákana, heldur fá allir það besta! Við viljum öll vera sterkari og geta hreyft líkamann okkar eins og honum er ætlað að gera, án meiðsla og óþæginda.

Þess vegna er Strength Cycle Online fyrir ALLA sem vilja þetta!

Prógrammið sjálft inniheldur 7 fasa og er hver fasi 4 vikur. Innbyggt deload er í æfingakerfinu og eru þau í 4. vikunni í hverjum fasa. Deload-in eru notuð til þess að gefa líkamanum smá break eftir erfiða uppbyggingu og undirbúa líkamann fyrir komandi átök í næsta fasa.

Hver fasi byggist ofan á þann sem var á undan og náum við því að láta alla fasana vinna saman til þess að byggja upp eitthvað rosalegt! Þetta er eins og píramídi. Í byrjun byggjum við eins stóran og sterkan grunn og við getum, þannig píramídinn geti verið eins hrikalegur og hægt er og toppurinn sem hæstur.

Að sjálfsögðu endar þetta allt á "Test Week" þar sem að þú maxar í squat, bench og deadlift og nærð þér í risastór PB (Personal Best). En þú munt svo sannarlega repsa gamla maxið þitt löngu áður en þú kemur að endanum. 

HVERNIG VIRKAR STRENGTH CYCLE ONLINE?

Þessi þjálfun snýst fyrst og fremst um æfingaaðferðirnar og "tæknitékkin" frá mér.

En er þó svo miklu meira en það...

Þú byrjar að skrá þig.

Ef þú passar fullkomlega inn í prógrammið þá getum við byrjað strax í byrjun næstu viku!

Þú færð strax í hendurnar "The Strength Cycle Manual" og ég set þig á sama tíma inn í lokuðu Facebook grúppuna okkar þar sem mikið af samskiptum hópsins fer fram. Ég set þar inn mikið af kennslumyndböndum, fróðleiksmyndböndum, pistlum, svör við ýmsum vandamálum og t.d. fréttir af nýjum verkefnum sem eru í vinnslu fyrir prógrammið sem mun hjálpa þér að komast lengra.

Við komum þér síðan inn í TrueCoach appið þar sem að æfingakerfið verður, en þú munt einnig geta commentað á æfingarnar hjá þér og appið mun geyma allt saman. Það er nefnilega virkilega mikilvægt að við höldum utan um allt!

Fyrir byrjun fyrstu æfingavikunnar þá byrjum á því að fara yfir hvernig byrjunin er, hvað við erum að fókusa á og allt sem þarf að hafa í huga til þess að hafa byrjunina eins áhrifamikla og hægt er.

Mest okkar samskipti munu eiga sér stað í TrueCoach appinu eða Messenger, en þar mun ég svara spurningunum þínum og gefa þér öll þau ráð sem þú þarft til þess að halda bætingunum þínum stanslaust gangandi og halda þér meiðslafríum!

Nýjasta uppfærslan!!!

Um 2x í mánuði held ég hittinga í persónu upp í Thor's PowerGym (Dalvegur, Kópavogi) þar sem við förum yfir lyftingatækni, spjöllum saman og almennt sjáum til þess að hver og einn yfirgefi svæðið á allt öðrum stað en þeir voru á þegar þeir gengu inn! Hittingarnir eru ekki á föstum tímum, heldur er mismunandi á hvaða dögum og tíma dags þeir eru. En með þessum hætti ná sem flestir að nýta sér þessa frábæru hittinga!

ERT ÞÚ NÆSTI EINSTAKLINGURINN SEM GENGUR TIL LIÐS VIÐ STRENGTH CYCLE ONLINE OG SLÆRÐ ÖLL PERSÓNULEG MET?

ÉG HJÁLPA ÞÉR AÐ NÁ ÞÍNUM MARKMIÐUM OG MIKIÐ MEIRA EN ÞAÐ!

ÞAÐ ER OPIÐ FYRIR SKRÁNINGAR, EN PLÁSSIN ERU TAKMÖRKUÐ

EFTIR EINUNGIS FYRSTU 4 VIKURNAR Í PRÓGRAMMINU...

Nú er ég búin með 4 vikur á æfingaprógramminu hjá Bjarna Tristani og er gríðarlega ánægður með alltsaman. Leiðbeiningarnar og eftirfylgnin mjög góð, sérsniðnar æfingar fyrir mig og góð úrræði gagnvart gömlum meiðslum. Ég hef sem dæmi lítið getað æft bekkpressu síðan ég var 19 ára gamall (37 ára núna) útaf verk í öxlum. En með réttum virkjunaræfingum og réttri tækni þá finn ég engan verk og hef verið að bæta mig um 5 kg á viku síðustu 4 vikur. Það er munur að gera hlutina rétt! Annað atriði sem stendur uppúr: Ég hef verið með hvimleiðan verk í öðru hnénu síðan 2006, alltaf bólgið við átök og engin virðist geta fundið lausn. Búinn að fara til lækna og meira að segja sendur í sneiðmyndatöku til að reyna finna útúr þessu. Bjarni er búin að finna út hvað er að og ég er byrjaður að gera enduhæfingar æfingar samhliða sérsniðnum fótaæfingum sem hlífa hnénu. Þvílík fagmennska!

Takk fyrir mig!

- Arnór Magnússon

Áður en ég byrjaði hjá Bjarna í þjálfun, þá fann ég alltaf fyrir verk í öxlinni þegar ég var að gera bekkpressu, en eftir að Bjarni kynnti mér fyrir virkjunar- og upphitunaræfingum sem eru framkvæmdar fyrir hverja æfingu, þá hvarf verkurinn.

Ég er búinn að prófa að vera í þjálfun hjá nokkrum einkaþjálfurum en náði aldrei að læra æfingarnar almennilega. Eftir að ég byrjaði í þjálfun hjá Bjarna þá lærði ég hnébeygju, bekkpressu og réttstöðu almennilega.

Hann heyrði í mér með að taka þátt í 4 vikna prufukeyrslu á prógramminu hans og mér leist mjög vel á það. Prógrammið hentaði mér mjög vel, en á 4 vikum bætti ég mig um 20kg í réttstöðu, 15kg í hnébeygju og 10kg í bekkpressu.

Appið hjálpaði manni að fylgjast með þyngdum og skoða kennslumyndbönd.

Ég mæli 100% með þessu Prógrammi!

- Magni Harðarsson

Ég hef verið að lyfta on-and-off í 3-4 ár og hef lært helling á þeim tíma, bæði hjá þjálfurum og í gegnum bækur, en eftir að hitta Bjarna í nokkur skipti þá ákvað ég að prófa prógrammið hjá honum.

Fyrstu kynni við það var hversu gríðalega nútímavænt og þæginlegt þetta er, en prógrammið er í appi í símanum. Gott upphitunarferli við byrjun hverrar æfingar sýnir það að Bjarni veit hvað hann er að gera, en góð upphitun er gríðalega mikilvæg fyrir lyftingar.

Hann ýtir á mikilvægi góðrar tækni og biður um myndbönd af mér til að gagnrýna og laga tækni ef við á, minna mann á æfingar ef maður er latur, en einnig er hann duglegur að hrósa manni þegar það á við.

Mæli eindregið með þessu hjá honum!

- Jón Stefán Friðriksson

Bakgrunnur: Ég er í flesta staði bara ágætur þegar það kemur að líkamsrækt og matarræði. Ég hef stundað líkamsrækt með talsverðri óreglu undanfarin fimm ár eða svo, en þó átt góð skeið þar sem ég hef lært tækni og sankað að mér vitneskju um næringarfræði og styrktarþjálfun, þar á meðal með Bjarna, sem kenndi mér bróðurhlutann af þeirri lyftingartækni sem ég nota núna með góðu móti. Ég er þó bara áhugamaður og LANGT frá því að vera sérfræðingur.

Reynsla mín á prógramminu: Ég byrjaði að prufukeyra prógrammið um miðjan janúar 2020. Bjarni þjálfari heyrði í mér og spurði hvort ég vildi ekki prófa mánuð og ég sló til. Ég hafði rétt fyrir það áætlað að vera í niðurskurði næstu mánuði og það olli mér áhyggjum að fara í prógramm byggt á þungum lyftum, en Bjarni sannfærði mig um að það væri ekkert að óttast og prógrammið henti öllum markmiðum. Ég gæti með góðu móti byggt styrk og skorið niður á sama tíma.

Sú staðhæfing reyndist bara vera hárrétt; á þessum mánuði sá ég bætingu í bekkpressu (+10Kg), hnébeygju (+15Kg) og réttstöðu (+20Kg). Þessar tölur byggjast allar á 5x5 uppsetningunni sem Bjarni notfærir í allar stóru lyfturnar í 1. mánuði prógrammsins. Ég er einnig búinn að ná góðum bætingum í öðrum æfingum eins og upphýfingum og dýfum og er yfir heildina sterkari og þolmeiri. Það var líka mjög þægilegt að geta tekið upp myndband af lyftunni sinni og innifalið það í MyCoach appinu ef maður var óöruggur með tækni og vildi fá gagnrýni og góð ráð.

Niðurskurðurinn er líka búinn að ganga vel. Ég bætti við cardio sirka 3x í viku og takmarkaði kaloríur með það í huga að ná góðri próteininntöku. Nema baðvogin mín sé að ljúga að mér þá er líkamsfita búin að falla um rúm 2%, og munurinn er byrjaður að sjást.

Ég myndi eindregið mæla með þessu prógrammi fyrir hvern sem vill bæta eigin styrk og verða betri í lyftingum. Mjög þægilega framsett með ágætis appi í símanum og skemmtilegar æfingar.

- Jóhannes Stefánsson

Strength Cycle Online er fyrir stelpur líka...

Fyrir stuttu lauk ég 4 vikna prógrammi hjá Bjarna og sé ég alls ekki eftir því að hafa kýlt á það. Ég hef verið að stunda líkamsrækt í nokkur ár og prófað hitt og þetta prógramm hjá nokkrum þjálfurum og hef alla tíð haldið mig við þær æfingar sem mér hafa verið gefnar af þessum nokkrum prógrömmum. Þegar ég sá að Bjarni póstaði inn á grúppuna sína um að hann væri að leita að fólki til að prufukeyra prógramm þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um. Ég hafði þá ekki mætt í ræktina í nokkra mánuði og var þetta sparkið í rassinn sem ég virkilega þurfti til að rífa mig í gang aftur. Mér finnst ég hafa lært svo mikið af honum Bjarna og hefur eftirfylgni hans verið hreint til fyrirmyndar sem mér þykir SVO mikilvægt þegar kemur að fjarþjálfun. Það hefur verið lærdómsríkt að prófa þessar 4 vikur og hef ég tileinkað mér það að þora og gera meira en ég held. Ég hef hugsað miklu meira út í tækni en nokkru sinnum fyrr og með því að taka upp myndbönd af því sem ég er að gera hefur bæði hjálpað mér að sjá hvað mætti gera betur og ef ég hef ekki augað fyrir því er Bjarni ekki lengi að koma með ábendingar. Æfingarnar hafa verið mjög skemmtilegar og ég hef farið fram úr öllum mínum væntingum með bætingar á aðeins 4 vikum eftir langa pásu. Mig langar að hrósa Bjarna fyrir að gera þetta skemmtilegt og fyrir alla hvatninguna sem ég hef fengið. Ég hef ákveðið að halda áfram hjá Bjarna og langar að hvetja þær stelpur sem vilja styrkjast og komast nær markmiðunum að skrá sig! Takk kærlega fyrir mig.

- Guðbjört Angela

Screenshot_20220310-223631_Gallery_edite
20210409_195641_edited.jpg
Photo 17.6.2023, 16 57 40.jpg
20220312_173254_edited.jpg
image000061670271692732_edited.jpg
20230722_200557_edited.jpg
Síðasta mót upp í Jakabóli.jpg
Fyrsti Nýliðinn.jpg

Sæktu um pláss í Strength Cycle Online og vertu partur af teyminu!

Skráðu þig!

Takk fyrir að skrá þig!

bottom of page